4. mar. 2021

Styrkjum úthlutað úr Sóley

Miðvikudaginn 3. mars var í fyrsta skipti úthlutað styrkjum úr Sóley, styrktarsjóði SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) fyrir nýsköpunarverkefni á sviði ferðaþjónustu. Úthlutunin fór fram í fjölnota fundarrýmum Garðabæjar í Sveinatungu.

  • Styrkþegararnir fjórir
    Styrkþegararnir sem fengu úthlutað styrkjum úr Sóley.

Miðvikudaginn 3. mars sl. var í fyrsta skipti úthlutað styrkjum úr Sóley, styrktarsjóði SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) fyrir nýsköpunarverkefni á sviði ferðaþjónustu. Alls bárust 14 umsóknir um styrki úr sjóðnum en úthlutunarnefnd sjóðsins lagði til að styrkur yrði veittur til fjögurra verkefna. Úthlutunin fór fram í fjölnota fundarrýmunum Garðabæjar í Sveinatungu.
StyrkþegarSjóðurinn Sóley leggur áherslu á nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni og stuðla að sjálfbærni og jákvæðum umhverfisáhrifum á höfuðborgarsvæðinu. 

Sóley er hluti af framfylgd sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.

Alls voru fjögur verkefni sem fengu styrk úr sjóðnum. Verkefni Expluria ehf., FindMyBus.is, hlaut 1.500.000 kr. í styrk. Verkefni Markaðsstofu Kópavogs, Hiking Haven, hlaut 1.500.000 kr. í styrk. Þá hlaut verkefni Exploring Iceland ehf., Reykjavík Riding Secrets, 500.000 kr. í styrk og verkefni Pink Iceland, Work from Iceland, hlaut 1.500.000 kr. í styrk.

Úthlutunarnefnd skipuðu Rósa Guðbjartsdóttir, Rannveig Grétarsdóttir fulltrúi SAF og Þorleifur Þór Jónsson fulltrúi Íslandsstofu.

Sjá nánari upplýsingar í frétt hér á vef SSH.