Sérstakur styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs barna
Garðabær greiðir út styrki til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna frá tekjulágum heimilum. Styrkurinn, sem kemur frá félagsmálaráðuneytinu, er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn og er sótt um styrkinn á vef Ísland.is
Garðabær greiðir út styrki til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna frá tekjulágum heimilum í Garðabæ. Styrkurinn, sem kemur frá félagsmálaráðuneytinu er að hámarki 45.000 kr fyrir hvert barn og er sótt um styrkinn á vef Ísland.is. Foreldrar eða forsjáraðilar þurfa að skrá sig inn á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og þar kemur í ljós hvort heimilið uppfyllir skilyrði fyrir styrk.
Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.
Á barnið þitt rétt á styrk?
Á Ísland.is má sjá hvort barn á rétt á þessum styrk, þar sést hvort heimilið fellur undir viðmið um tekjur á tímabilinu mars-júlí 2020 eins og fram kemur hér ofar. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn á Ísland.is.
Ef svarið er jákvætt opnast fyrir möguleika á að sækja um styrkinn, umsókninni þarf að fylgja reikningur/staðfesting frá íþrótta- eða tómstundafélagi um að barn sé að sækja tómstundir þangað.
Allar frekari upplýsingar má finna á vef Ísland.is og einnig á vef Garðabæjar.
Frétt um styrkinn hjá Stjórnarráði Íslands.
Information on the grant for sports and leisure activities in other languages
Auglýsing um sérstaka frístundastyrki