24. júl. 2020

Sumarfjör í blíðskaparveðri

Það var góð stemning á Garðatorgi fimmtudaginn 23. júlí sl. þegar ,,Sumarfjör á Garðatorgi" hélt áfram göngu sína. 

  • Sumarfjör á Garðatorgi
    Sumarfjör á Garðatorgi

Það var góð stemning á Garðatorgi fimmtudaginn 23. julí sl. þegar ,,Sumarfjör á Garðatorgi" hélt áfram göngu sína.  Boðið var upp á skemmtilega dagskrá síðdegis þar sem hægt var að taka þátt í kúluhúsasmiðju fyrir framan Hönnunarsafnið og útkoman var fallegt blómi skreytt kúluhús með þátttöku fjölmargra barna og fullorðna.  Um 18 leytið mættu þeir Ásgeir Ásgeirs­son gítarleikari, Haukur Gröndal saxófónleikari og Birgir Steinn Theódórsson bassaleikari og léku ljúfa djasslög fyrir gesti og gangandi.  Gestir gátu einnig kíkt við í verslunum á torginu, verslað veitingar og skoðað sýningar í Hönnunarsafninu og kíkt við á Bókasafni Garðabæjar en söfnin voru með opið lengur í tilefni dagsins. 

Sumarfjör á Garðatorgi

Sumarfjör á GarðatorgSumarfjör á GarðatorgiÁ Garðatorgi er búið að setja upp nokkra minni gervigrasfleti, bekki og borð, til að skapa sumarstemningu og gestir sem eiga leið um torgið hafa verið duglegir að nýta sér svæðin í sumar.  

Fleiri myndir frá sumarfjörinu 23. júlí sl. má sjá á fésbókarsíðu Garðabæjar. 

ATH (uppfært 30. júlí 2020) Hinsegin fjöri hefur verið frestað vegna hertra samkomutakmarkana sem verða í gildi frá hádegi 31. júlí til og með 13. ágúst nk. 

Hinsegin fjör 6. og 8. ágúst - frestað

Fimmtu­dag­inn 6. ág­úst verður sumarfjörið til­einkað Hinseg­in dög­um og þá verður meðal annars boðið upp á Drag­Stund með dragdrottn­ing­unni Starínu við Hönn­un­arsafnið, tónlist og götuskreytingar. Laugardaginn 8. ágúst verður m.a. regnbogasmiðja, arabískt danspartí og sirkusatriði á Garðatorgi.  

Dagskrána í heild sinni má sjá hér.