1. júl. 2020

Sumarfögnuður Skapandi sumarstarfa á Garðatorgi

Fimmtudaginn 25. júní stóðu Skapandi sumarstörf í Garðabæ fyrir sumarfagnaði á Garðatorgi. Þar mátti sjá verk eftir 18 unga Garðbæinga sem undanfarnar vikur hafa unnið að fjölbreyttum skapandi verkefnum.

Fimmtudaginn 25. júní stóðu Skapandi sumarstörf í Garðabæ fyrir sumarfagnaði á Garðatorgi. Þar mátti sjá verk eftir 18 unga Garðbæinga sem undanfarnar vikur hafa unnið að fjölbreyttum skapandi verkefnum.

Á Garðatorgi settu ungmennin upp samsýningu með verkum á borð við ljósmyndabók unna úr dagbókarfærslum ungrar stúlku úr Garðabæ, ljóða- og ritlistarútgáfu, myndbands- og þrívíddarverkefni þar sem unnið var með umhverfi Garðatorgs, myndlist sem ávarpaði feðraveldið, umhverfisvænni hönnun, verk um fyrirmyndir og sögulegt yfirlit yfir réttindabaráttu kvenna, raftónlistarlega og þátttökubundna innsetningu ásamt fleiru. Auk þess voru tónleikar í Sveinatungu þar sem tónlistarfólk Skapandi sumarstarfa flutti tónlist sem þau hafa unnið með í sumar.

Uppskeruhátíð 16. júlí

Nú eru Skapandi sumarstörf komin vel af stað og má búast við að starfið verði sýnilegt í bænum á næstunni, en hvert verkefni í skapandi sumarstörfum mun setja upp í hið minnsta einn viðburð eða verk í bæjarlandinu á næstu vikum. Skapandi sumarstörf munu svo slá botninn í sumarstafið með uppskeruhátíð sem haldin verður fimmtudaginn 16. júlí á Garðatorgi 7.

Hægt er að fylgjast með starfinu á samfélagsmiðlum, á Fésbók og á Instagram, skapandigbr.

 Sumarhatid-skapandi-6Sumarhatid-skapandi-5Sumarhatid-skapandi-1Sumarhatid-skapandi-3Sumarhatid-skapandi-2