17. apr. 2019

Opnunartími sundlauga og safna um páskana

Sundlaugarnar í Garðabæ verða opnar á skírdag og annan í páskum og Hönnunarsafn Íslands verður opið á skírdag. Bókasafn Garðabæjar verður lokað um páskana.

  • Ásgarðslaug
    Ásgarðslaug

Opnunartími sundlauga og safna í Garðabæ um páskana er eftirfarandi:

Afgreiðslutími um hátíðardaga í apríl í Ásgarðslaug og Álftaneslaug:

Skírdagur og annar í páskum:
opið eins og um helgar 08:00-18:00 í Ásgarðslaug og 09:00-18:00 í Álftaneslaug
Föstudagurinn langi og páskadagur: Lokað!
Sumardagurinn fyrsti: venjuleg opnun.

 

Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg:

Skírdagur opið frá kl. 12 - 17
Föstudagurinn langi, lokað.
Laugardagur opið frá kl. 12 - 17
Páskadagur, lokað.
Annar í páskum, safnið er lokað á mánudögum.

Sjá upplýsingar um sýningar á vef safnsins og fésbókarsíðu.

 

Bókasafn Garðabæjar er lokað um páskana.

Gleðilega páska!