Sundlaugar lokaðar til fimmtudags
Heitavatnsleysið nær til alls Garðabæjar og víðar um höfuðborgarsvæðið.
Lokað verður í sundlaugum Garðabæjar, Ásgarðslaug og Álftaneslaug, þriðjudag og miðvikudag vegna tengingar stofnæðar heitavatnsins.Heitavatnsleysið nær til alls Garðabæjar og víðar um höfuðborgarsvæðið.
Opnað verður á fimmtudagsmorgun 06:30 ef ekkert óvænt kemur upp á.
Veitur halda utan um framkvæmdina.