Sundlaugin í Ásgarði opin á ný
Sundlaugin í Ásgarði er nú opin aftur eftir árlega hreinsun og viðhald en um var að ræða skoðun á búnaði og mannvirki auk hreinsunar. Sérstakt hálkuvarnarefni var borið á allt útisvæðið, kringum potta og á bökkum laugarinnar auk útiklefa.
-
Ásgarðslaug
Sundlaugin í Ásgarði er nú opin aftur eftir árlega hreinsun og viðhald en um var að ræða skoðun á búnaði og mannvirki auk hreinsunar.
Sérstakt hálkuvarnarefni var borið á allt útisvæðið, kringum potta og á bökkum laugarinnar auk útiklefa. Efnið er sérstaklega ætlað á sturtubotna og svæði þar sem blautt er til að minnka hættu á að fólki skriki fótur. Þá voru sturtur og sápuskammtarar yfirfarnir og lagfærðir og í lagnakjallara þurfti að gera breytingar á klórdælulögnum. Einnig var gert við múrskemmdir á vegg við útgang að lauginni.
Hurðir úr baðklefum þarf að skipta út en þar sem smíði á nýjum hurðum tekur tíma verður það gert um leið og nýjar hurðir koma.
Athugið að þann 12. ágúst nk. verður lokað í Álftaneslaug í eina viku vegna viðhalds.