21. mar. 2019

Sveinatunga - nýr fjölnota fundarsalur

Í dag, fimmtudaginn 21. mars kl.17, mun bæjarstjórn Garðabæjar taka í notkun nýjan fjölnota fundarsal á Garðatorgi. 

  • Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi
    Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi

Í dag, fimmtudaginn 21. mars kl. 17,  mun bæjarstjórn Garðabæjar taka í notkun nýjan fjölnota fundarsal á Garðatorgi.  Fundarsalur bæjarstjórnar hefur verið nefndur Sveinatunga en um árabil voru bæjarskrifstofur Garðabæjar til húsa í Sveinatungu sem var staðsett þar sem nú er bensínstöð og verslun við Litlatún.

Í Sveinatungu eru auk fundarsalar bæjarstjórnar fjögur önnur fundarherbergi sem verða nýtt fyrir almennt nefndarstarf, starfsemi bæjarskrifstofu og annarra stofnana bæjarins. Einnig verður hægt að nota rýmið fyrir stærri fundi og kynningar með því að sameina fundarherbergi en við hönnun var hugsað fyrir því að hafa veggi færanlega.

Fundarsalir í Sveinatungu Fundarrými Sveinatungu

Fundir bæjarstjórnar eru opnir

Fundur bæjarstórnar Garðabæjar hefst í dag, fimmtudag,  kl. 17. Gengið er inn í salinn frá torginu innandyra við Garðatorg 7 á sama torgi og Bókasafn Garðabæjar er til húsa.  Bæjarstjórn Garðabæjar fundar fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar. 

Fundir bæjarstjórnar eru opnir og íbúar eru hvattir til að mæta og fylgjast með umræðu um málefni bæjarins.  Fundarboð bæjarstjórnar má nálgast hér á vef Garðabæjar og fundargerðir bæjarstjórnar eru aðgengilegar á vef bæjarins daginn eftir fund.