11. nóv. 2022

Tæplega 500 nemendur hlýddu á íslensk sönglög

Nemendur 5. og 6. bekkja úr öllum grunnskólum Garðabæjar nutu tónleika með baritónsöngvaranum Jóni Svavari Jósefssyni og Guðrúnu Dalíu Salomónsdóttur píanóleikara. 

  • Baritónsöngvarinn Jóni Svavar Jósefsson og Guðrún Dalía Salomónsdóttir píanóleikari.

Nemendur 5. og 6. bekkja úr öllum grunnskólum Garðabæjar nutu tónleika með baritónsöngvaranum Jóni Svavari Jósefssyni og Guðrúnu Dalíu Salomónsdóttur píanóleikara í síðustu viku. 

Tónleikarnir fóru fram dagana 7. – 9. nóvembar og alls 481 nemendur nutu á fimm tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Flutt voru lög eftir Atla Heimi, Karl Ó. Runólfsson, Tryggva M. Baldvinsson og Sigvalda Kaldalóns. Jón Svavar söng lögin með miklum til tilburðum og ljóst að nemendur skemmtu sér vel. Tónleikarnir voru liður í skipulagðri menningardagskrá fyrir skólahópa sem menningar- og safnanefnd kostar.