5. júl. 2019

Tafir á umferð við Sjálandshverfi 8.-12. júlí

Dagana 8. - 12 . júlí verður krani tekinn niður og fjarlægður frá byggingarsvæði á horni Löngulínu og Vífilsstaðavegar í Sjálandshverfi. Vegna þess verður hluta Vífilsstaðavegar lokað fyrir umferð í vestur þessa daga, hjáleið verður í gegnum Sjálandshverfi.

  • Niðurekt á krana
    Niðurtekt á krana

Dagana 8. - 12 . júlí verður krani tekinn niður og fjarlægður frá byggingarsvæði á horni Löngulínu og Vífilsstaðavegar í Sjálandshverfi. Vegna þess verður hluta Vífilsstaðavegar lokað fyrir umferð í vestur þessa daga, hjáleið verður í gegnum Sjálandshverfi.

Umferð út úr Sjálandshverfinu verður ekki raskað sem og umferð inn og út úr Skeiðarási. Um er að ræða lokun á Vífilstaðavegi í vestur á milli Löngulínu og Norðurbrúar. Hjáleið verður merkt í gengum Löngulínu framhjá Strikinu gegnum 17 júní torg inná Strandveg og út úr hverfinu við Norðurbrú. Engin truflun verður á umferð austur Vífilstaðarvegs. 

Á myndinni má sjá hjáleiðina í gegnum Sjálandshverfi.