18. ágú. 2021

Takk Denni!

Flestir á Álftanesi þekkja hann Denna, eða Svein Bjarnason, sem býr á Álftanesi og hefur í mörg ár unnið m.a. við gangbrautarvörslu og hjálpað börnunum yfir götur á morgnana þegar þau eru á leið í skólann.

  • Denni með barmerki Garðabæjar.
    Denni með barmerki Garðabæjar.

Flestir á Álftanesi þekkja hann Denna, eða Svein Bjarnason, sem býr á Álftanesi og hefur í mörg ár unnið m.a. við gangbrautarvörslu og hjálpað börnunum yfir götur á morgnana þegar þau eru á leið í skólann.

Í sumar lét Denni af störfum hjá Garðabæ en hann varð 64 ára þann 16. júlí sl. Denni hóf stórf hjá Bessastaðahrepp þegar hann var 29 ára og hefur því starfað hjá bænum í nær 35 ár. Þegar hann hóf störf sinnti hann ýmsum verkum, m.a. að mála skýli og keyrslu í unglingavinnunni en nú seinni ár hefur hann sinnt gangbrautavörslu við skólann og íþróttahúsin á Álftanesi af einstakri alúð. Þá hefur hann einnig sinnt sendiferðum frá Álftanesskóla og frá Bjarnastöðum ásamt ýmsum tilfallandi störfum.

Denni var afar vinsæll á meðal barna og foreldra en í júní birtist grein í Garðapóstinum frá foreldrafélögum Álftanesskóla, Holtakots og Krakkakota þar sem Denna er þakkað fyrir sín störf. Þar segir meðal annars:

„Með virðingu og kærleika gagnvart hverju einasta barni hefur hann stutt þau sín fyrstu skref og fylgt þeim töluvert lengur en yfir gangbraut. Hann er skjól fyrir þau þegar þau þurfa á því að halda og skjöldur þegar svo ber við. Denni hefur staðið undir því trausti sem samfélagið hefur sett á hann og mætt á sína vakt í öllum veðrum og vindum. Þá hefur hann ekki látið þar við sitja og tekið að sér að skóla þá foreldra til sem ekki sína virðingu, enda eru það börnin sem mæta forgangi í virðingarstiga Denna.“

Krakkarogdenni

Nú í vor átti Denni sinn síðasta fund í bili með Gunnar Einarssyni bæjarstjóra en þeir fundir hafa verið reglulegir á undanförnum árum. Denna var þakkað fyrir sitt framlag en nú ætlar hann að halda áfram að njóta lífsins. Nú gefst mögulega meiri tími fyrir áhugamálin en Denni segist alltaf vera að leika sér og hefur gaman að tölvum.

Takk Denni!