24. jan. 2020

,,Það þarf heilt þorp til að ala upp barn"

Hátt á þriðja hundrað manns mætti á fræðslukvöld um áhættuhegðun barna og unglinga og forvarnir sem var haldið í Sjálandsskóla þriðjudagskvöldið 21. janúar sl.

  • Fræðslukvöld í Garðabæ 21. janúar 2020.
    Fræðslukvöld í Garðabæ 21. janúar 2020.

Hátt á þriðja hundrað manns mætti á fræðslukvöld um áhættuhegðun barna og unglinga og forvarnir sem var haldið í Sjálandsskóla þriðjudagskvöldið 21. janúar sl. Yfirskrift kvöldsins var VERUM SAMAN Á VAKTINNI - ,,Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ og góð mæting Garðbæinga þetta kvöld til að hlusta á mikilvæg erindi um þessi mál er góð byrjun til að takast á við þetta saman sem samfélag.   

Fyrirlesarar þetta kvöld voru Birgir Örn Guðjónsson ,,Biggi lögga“ og Leifur Gauti Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, fulltrúar forvarnarverkefnisins ,,Eitt líf" og Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi hjá Foreldrahúsi.  Þau ræddu m.a. um ólögleg vímuefni, reynslusögur, áhættuþætti, fikt og neyslu og úrræði fyrir foreldra.  Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri KVAN, hélt utan um og stýrði dagskránni þetta kvöld. 

Fræðslukvöld í Garðabæ 21. janúar 2020.

Fræðslukvöld í Garðabæ 21. janúar 2020.

Fræðslukvöldið var haldið á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar, Grunnstoðar Garðabæjar (fulltrúa foreldrafélaga) og grunnskóla Garðabæjar og var opið foreldrum og íbúum í Garðabæ.