12. mar. 2020

Þjónusta á bæjarskrifstofum í ljósi neyðarstigs almannavarna

Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.

Einnig bendum við viðskiptavinum á upplýsingar um starfsemi bæjarins hér á vef Garðabæjar þar sem finna má netspjall sem er opið á sama tíma og þjónustuverið frá kl. 08-16 mánudaga-miðvikudaga, frá kl. 08-18 á fimmtudögum og á föstudögum frá kl. 08-14. Garðabær heldur einnig úti fésbókarsíðu, facebook.com/Gardabaer.Iceland/, og þar geta viðskiptavinir sent inn skilaboð sem er svarað á afgreiðslutíma bæjarskrifstofanna.  Athugið að frá og með mánudeginum 16. mars verður þjónustuver Garðabæjar lokað í hádeginu frá kl. 12-13 en sími þjónustuvers s. 525 8500 er áfram opinn í hádeginu.

English – Garðabær Service Center

Due to the disease COVID-19 the current response phase in Iceland i Emergency phase. Inhabitants and other guests that need to contact Garðabær Municipality Offices are kindly asked to contact Garðabær by e-mail, gardabaer@gardabaer.is or by phone at our Service Center tel 525 8500 to decrease visits to our Municipal Offices.

On Garðabær‘s website customers can contact our Service Center through the web-chat (icelandic ,,netspjall“) open during the same hours as our Service Center from 08-16 o‘clock Mondays to Wednesdays, from 08-18 on Thursdays and 08-14 on Fridays. Garðabær is also on facebook, and messages sent through our facebook-page are replied during office hours. 

Please note that Garðabær's Service Center will be closed during lunchtime, 12-13 o'clock, from Monday 16th of March. The phone will remain open during lunchtime, tel 525 8500.