15. jan. 2020

Þrautseigja á tímum breytinga

Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi hélt erindið Þrautseigja á tímum breytinga fyrir leikskólastjórnendur í vikunni. 

  • Guðrún Snorradóttir með erindi
    Guðrún Snorradóttir með erindi

Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi hélt erindið Þrautseigja á tímum breytinga fyrir leikskólastjórnendur í vikunni. Boðið var til morguverðarfundar í Sveinatungu þar sem leikskólastjórnendur Garðabæjar mættu og hlýddu á áhugavert erindi Guðrúnar.

Í erindinu fjallaði Guðrún um hvernig fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirknivæðing hefur í för með sér nýjar áskoranir fyrir alla starfsmenn. Þar sem hraðinn er mikill og kröfurnar um hæfni og færni eru stöðugt að breytast fór hún yfir hverjar helstu áskoranirnar eru. Rætt var um hvaða hæfni og færni starfsmenn þurfi að hafa til að takast á við breytt landslag og ekki síður hvernig þrautseigja hjálpar til á tímum breytinga. Guðrún ræddi einnig um viðhorf til breytinga og hvernig starfsmenn eru í stakk búnir til að uppfæra hæfni sína til framtíðar.

Guðrún Snorradóttir með erindi