14. jan. 2019

Þriðjudagsklassík í samstarfi við KÍTÓN

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ hófst á ný þriðjudaginn 8. janúar sl. Það var bæjarlistamaður Garðabæjar 2018, söngkonan María Magnúsdóttir, sem startaði tónleikaröðinni með fyrstu tónleikum ársins í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. 

  • Þriðjudagsklassík í Garðabæ
    Þriðjudagsklassík í Garðabæ

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ hófst á ný þriðjudaginn 8. janúar sl. Það var bæjarlistamaður Garðabæjar 2018, söngkonan María Magnúsdóttir, sem startaði tónleikaröðinni með fyrstu tónleikum ársins í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.  Með Maríu léku þau Sara Mjöll Magnúsdóttir á píanó og Sigmar Þór Matthíasson á bassa og saman fluttu þau íslensk sönglög í léttum djassbúningi auk uppáhalds djass-standarda. 

Þriðjudagsklassík í Garðabæ

Næstu tónleikar

Næstu tónleikar verða 12. febrúar nk. og bera heitið Franskir flaututónar. Það eru þær Emilía Rós Sigfúsdóttir, flautuleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari sem leika verk eftir Saint-Saens, Gabriel Faure og C. Goddard.

Þriðju og síðustu tónleikarnir 12. mars bera heitið Á norðurslóðum en þar kemur tónlistarhópurinn UMBRA fram og flytur eigin útsetningar á norrænum þjóðlögum.

Allir tónleikar í tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík fara fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund 11 og standa yfir í um klukkustund. Miðasala er við innganginn áður en tónleikarnir hefjast. 

Samstarf við KÍTÓN

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ er nú haldin í sjötta sinn. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stendur að tónleikaröðinni en listrænn stjórnandi frá upphafi er Ingibjörg Guðjónsdóttir. Að þessu sinni er Þriðjudagsklassík í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist og gaman að geta þess að allir flytjendur eru virkir félagsmenn í KÍTÓN. 

Þriðjudagsklassík á facebook

Auglýsing - Þriðjudagsklassík - tónleikar á vorönn 2019