Þú kemst langt á reiðhjólinu á korteri
Vegna miðlægrar legu Garðabæjar á höfuðborgarsvæðinu er auðveldlega hægt að komast hjólandi frá miðbæ Garðabæjar að öllum hverfum Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Kópavogs á innan við 20 mínútum.
Hjólreiðar sem ferðamáti hafa aukist til muna á undanförnum árum enda er um bæði vistvænan og heilsusamlegan ferðamáta að ræða.
Vegna miðlægrar legu Garðabæjar á höfuðborgarsvæðinu er hægt að komast hjólandi frá miðbæ Garðabæjar að öllum hverfum Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Kópavogs á innan við 20 mínútum. Samkvæmt ferðavenjukönnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) frá árinu 2022 er hlutdeild þeirra í Garðabæ sem nýta sér reglulega hjólreiðar sem ferðamáta til og frá vinnu og skóla 10%.
Til gamans má benda á vefsíðuna og appið Korter (vistorka.is) sem sýnir hversu langt þú kemst á hjóli eða fótgangandi á milli staða á tilteknum tíma sem notandinn færir inn.