24. nóv. 2022

Tilgangur og hlutverk almannavarna

Í vikunni var boðið upp á kynningu á tilgangi og hlutverki almannavarna, bæði á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu, fyrir fulltrúa í nýrri almannavarnanefnd á höfuðborgarsvæðinu. Einnig fengu fulltrúar í neyðarstjórnum sveitarfélaganna og bæjar- og borgarfulltrúar boð á kynningarfundina. 

  • Þátttakendur á kynningarfundi um almannavarnir
    Þátttakendur á kynningarfundi um almannavarnir

Í vikunni var boðið upp á kynningu á tilgangi og hlutverki almannavarna, bæði á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu, fyrir fulltrúa í nýrri almannavarnanefnd á höfuðborgarsvæðinu. Einnig fengu fulltrúar í neyðarstjórnum sveitarfélaganna og bæjar- og borgarfulltrúar boð á kynningarfundina. Haldnir voru tveir fundir með sömu dagskrá til að gera sem flestum tækifæri til að koma.

Farið var yfir uppbyggingu almannavarnakerfisins samkvæmt lögum, hlutverk aðgerðarstjórnar höfuðborgarsvæðisins, hlutverk almannavarnanefnda og fulltrúa í almannavarnanefnd. Einnig var farið yfir hlutverk neyðarstjórna sveitarfélaganna, en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa starfrækt neyðarstjórnir frá árinu 2012, sem hafa marg sannað mikilvægi sitt í gegnum árin og nú síðast í heimsfaraldri COVID-19. Einnig var farið fyrirferðarmikil verkefni síðustu ára, meðal annars COVID-19, gróðurelda, viðbragðsáætlanagerðir og fleira. Einnig verkefni sem eru á döfinni svo sem gerð starfsáætlunar, hættumats, æfingar, fræðslu og prófana á viðbragðsáætlunum svo eitthvað sé nefnt.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Halla Bergþóra Björnsdóttir ásamt aðstoðarlögreglustjóra Ásgeiri Þór Ásgeirssyni og framkvæmdastjóri almannavarnanefndarinnar, Birgir Finnsson og deildarstjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sáu um fræðsluna. 

Hér á vef slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er hægt að lesa nánar um almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins. 

Þátttakendur á kynningarfundi um almannavarnir