29. ágú. 2018

Tilkynning vegna rannsóknar lögreglu

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur lögreglan til rannsóknar tilvik um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ undanfarna daga. Málið er litið alvarlegum augum og vinnur lögreglan að rannsókn þessara tilkynninga

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur lögreglan til rannsóknar tilvik um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ undanfarna daga. Málið er litið alvarlegum augum og vinnur lögreglan að rannsókn þessara tilkynninga.  Starfsmenn Garðabæjar hafa ekki upplýsingar um málin umfram það sem haft hefur verið eftir lögreglu í fjölmiðlum. 

Vegna þessa hafa áhyggjur vaknað varðandi öryggi skólabarna á leið heim úr skóla eða í frístundastarf. Í skólum í nágrenni við vettvang hefur foreldrum verið bent á að ræða við börn og gera viðeigandi ráðstafanir. 

Samkvæmt tilkynningum lögreglu í fjölmiðlum hefur hún aukið eftirlit og vinnur að rannsókn, auk þess að hafa auglýst eftir aðilum sem geta veitt frekari upplýsingar.
Hafi almenningur upplýsingar sem gætu varpað frekara ljósi á málin er þeim bent á að hafa samband við lögreglu, abending@lrh.is