10. des. 2019

Tilkynning vegna óveðurs

Kl. 22:30 Veðrið hefur náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu og mun það ganga niður hægt og rólega það sem eftir lifir kvölds og í nótt, en í fyrramálið ættu allir í umdæminu að geta farið aftur í skóla og til vinnu þótt áfram verði norðanátt og hiti um frostmark.

  • Rauð veðurviðvörun
    Rauð veðurviðvörun er í gildi föstudaginn 14. febrúar frá kl. 07-11. Reglulegt skólahald fellur niður. Sjá nánari upplýsingar í tilkynningu. ENGLISH version regarding red weather alert 14th of February.

Þriðjudagur 10. desember kl. 22:30 - tilkynning frá viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu
English below.
Veðrið hefur náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu og mun það ganga niður hægt og rólega það sem eftir lifir kvölds og í nótt, en í fyrramálið ættu allir í umdæminu að geta farið aftur í skóla og til vinnu þótt áfram verði norðanátt og hiti um frostmark.

Það hefur annars verið í mörg horn að líta hjá viðbragðsaðilum í allan dag, en útköllin það sem af er eru í kringum fimmtíu. Kallað hefur verið eftir aðstoð víða á höfuðborgarsvæðinu, en flestar hjálparbeiðnir þó líklega borist úr vesturhluta borgarinnar og frá Seltjarnarnesi. Miðað við veðrið hefði mátti búast við fleiri hjálparbeiðnum, en fólk brást vel við öllum tilmælum viðbragðsaðila og því varð álagið minna en ella og fyrir það viljum við þakka. Þegar leið á daginn var sáralítil umferð og mjög fáir á ferli. Greinilegt er að hugað var vel að lausamunum, ekki síst á byggingarsvæðum.

The weather in the Greater Reykjavik area has peaked and will slowly cool down overnight. Tomorrow morning everyone should be able to return to school and work even though it will remain windy with temperatures around freezing.
First responders have been busy during the storm, and approximately 50 callouts have been logged. Requests for assistance have been received from all parts of the city, however most have been from the western areas of Reykjavík and Seltjarnarnes. Given the weather conditions more callouts were expected, but people took the warnings seriously from the authorities and we want to thank you all for that. As the day wore on there was little, if any, traffic and very few people about. People have also taken care to secure any loose items outside, and especially on building sites.


Þriðjudagur 10. desember kl. 10:10

Á fundi neyðarstjórnar Garðabæjar í morgun var eftirfarandi ákveðið vegna veðurspár dagsins. 

  • 13:00 Skólar, leik- og grunnskólar og Tónlistarskóli Garðabæjar loka, þ.e. skólahaldi lýkur þá.  Tryggt verður að starfsmenn séu í húsi þar til búið er að sækja öll börn fyrir kl. 15. 
  • Börn gangi ekki ein heim eftir kl. 13
  • Akstur frístundabíls fellur niður í dag. 
  • Börn verði sótt í leikskóla og grunnskóla fyrir kl. 15 í dag
  • Stofnanir Garðabæjar: Bókasafn, Hönnunarsafn, Sundlaugar og íþróttahús og félagsstarf aldraða loka kl. 13. 
  • Skólabíllinn í Urriðaholt, fer eina ferð í dag kl. 14.15 frá Sjálandsskóla með viðkomu í Ásgarði og Hofsstaðaskóla á leiðinni í Urriðaholtið. 
  • Þjónustuver Garðabæjar á bæjarskrifstofunni verður opið á afgreiðslutíma til kl. 16.

 

Röskun á skólastarfi /disruption of School Activities

Vegna appelsínugulrar viðvörunar þurfa foreldrar/forráðamenn að sækja börn sín í skóla eða frístundastarfsemi fyrir klukkan 15:00 í dag, þriðjudag 10. desember.

Lagt er til að æfingar og önnur frístundastarfsemi sem á að hefjast eftir kl. 15:00 verði felld niður. Spáð er miklu hvassviðri frá 15:00 og fram á nótt.

Schools and leisure activities in Reykjavík Capital Area / Garðabær will be disrupted because of an orange storm warning today Dec. 10. Authorities urge people to pick up their children before 15:00 hours.

All leisure activities will be cancelled after 15:00.

Fylgist með veðurspám og farið eftir tilmælum

Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að sjá upplýsingar um veðurspána fyrir daginn í dag og nóttina og síðan uppfærist ef einhverjar breytingar verða.

Íbúar eru beðnir um að huga að lausum munum til að koma í veg fyrir foktjón.

Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og truflanir á flugsamgöngum. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.

Íbúar eru beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum og hlýða fyrirmælum og tilmælum Veðurstofu, lögreglu og almannavarna.