20. apr. 2020

Tilkynningar til barnaverndar Garðabæjar

Nú er hægt að senda inn tilkynningar til barnaverndar Garðabæjar í gegnum sérstakt form á vef Garðabæjar. Annars vegar er um að ræða tilkynningu fyrir börn sem hafa áhyggjur og hins vegar almenna tilkynningu til barnaverndar.

  • Börn að leik

Nú er hægt að senda inn tilkynningar til barnaverndar Garðabæjar í gegnum sérstakt form á vef Garðabæjar.  Annars vegar er um að ræða tilkynningu fyrir börn sem hafa áhyggjur og hins vegar almenna tilkynningu til barnaverndar.

Hafir þú áhyggjur af barni þá er jafnframt alltaf hægt að tilkynna það í barnanúmerið/neyðarlínuna í s. 112, sem tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram. Barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.

Mikilvægt er að koma strax á framfæri áhyggjum af velferð barna og öryggi þeirra hvort sem er vegna hegðunar annarra eða hegðunar þess sjálfs. Óska má eftir því að tilkynning sé undir nafnleynd gagnvart þeim sem verið er að tilkynna.

Ert þú barn? Hefur þú áhyggjur?

Ef þú ert hrædd/ur eða telur að þú eða annað barn sért í hættu hringdu þá í númer barnanúmerið/ númer Neyðarlínunnar 112. Ef þú hefur áhyggjur getur þú líka hringt í 1717 hjálparsíma Rauða krossins eða haft samband við netspjallið í 1717.is .

Ert þú barn? Hefur þú áhyggjur? Sjá tilkynningaform hér á vef Garðabæjar.  

Einnig er hægt að senda tilkynningu til barnaverndar Garðabæjar á netfangið barnavernd@gardabaer.is eða hringja í síma 525-8500 á opnunartíma þjónustuvers Garðabæjar. Utan opnunartíma, á kvöldin og um helgar, er hægt að fá samband við bakvakt barnaverndar í gegnum Neyðarlínuna í síma 112.

Líta ber á tilkynningu til barnaverndar sem beiðni um stuðning og aðstoð fyrir barnið og fjölskyldu þess. Starfsfólk barnaverndar leggur áherslu á að gæta fyllstu nærgætni í samskiptum við börn og foreldra og sýna þeim virðingu og trúnað.

Sjá nánari upplýsingar um barnavernd Garðabæjar hér. 

Góð ráð til foreldra á tímum Covid-19 - frétt á vef Garðabæjar frá 11. apríl sl.