21. des. 2023

Tilnefningar til íþróttafólks ársins 2023 í Garðabæ

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar (ÍTG) til íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar 2023. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur yfir frá 22. desember 2023 til og með 1. janúar 2024.

Þau sem tilnefnd eru fyrir árið 2023 eru; Herdís Björg Jóhannsdóttir hestaíþróttakona, Hulda Clara Gestsdóttir kylfingur, Irma Gunnarsdóttir frjálsíþróttakona, Ísold Sævarsdóttir frjálsíþrótta- og körfuboltakona, Lucie Martinsdóttir kraftlyftingakona, Aron Snær Júlíusson kylfingur, Dúi Þór Jónsson körfuboltamaður, Eggert Aron Guðmundsson knattspyrnumaður, Friðbjörn Bragi Hlynsson kraftlyftingamaður og Starri Friðriksson handboltamaður.

 

ÍTG mun síðan velja milli þeirra sem tilnefndir eru og styðjast við niðurstöðu vefkosningarinnar við það val. Tilkynnt verður um val á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar á íþróttahátíð Garðabæjar sem fer fram sunnudaginn 7. janúar 2024 í Miðgarði kl. 13:00. 


Allt um íþróttafólkið okkar hér og kosninguna