12. nóv. 2021

Tónleikum GDRN frestað-sárt en nauðsynlegt

Þann 18. nóvember var fyrirhugað að halda hina árlegu Tónlistarveislu í skammdeginu en söngkonan GDRN ætlaði að koma fram ásamt hljómsveit sinni. 

 

Þann 18. nóvember var fyrirhugað að halda hina árlegu Tónlistarveislu í skammdeginu en söngkonan GDRN ætlaði að koma fram ásamt hljómsveit sinni. Í ljósi smita í samfélaginu var tekin sú ákvörðun að fresta tónleikunum þartil ástandið er skárra. 

Að sögn menningarfulltrúa Garðabæjar var ákvörðunin tekin af yfirvegun í samráði við bæjarstjóra. „Þegar svona tónleikar fara fram vilja allir geta notið án þess að hafa áhyggjur og ég er sannfærð um að áður en langt um líður getum við komið saman á Garðatorgi og haft það gaman“ segir Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.