4. feb. 2025

Tónlistarnæring fer fram 12. febrúar

Vinsamlegast athugið: Vegna veðurviðvörunar miðvikudaginn 5. febrúar hefur tónleikunum verið frestað til 12. febrúar.

  • Frumflytja þrjú verk í Tónlistarskóla Garðabæjar
    Næsta Tónlistarnæring fer fram 12. febrúar. Þá frumflytja þau Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Martin Frewer þrjú verk eftir John Speight í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.

Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 12.15 verða þrjú verk fyrir píanó og fiðlu eftir John Speight frumflutt í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Það er píanóleikarinn Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og fiðluleikarinn Martin Frewer sem flytja verkin. Tónleikarnir eru liður í Tónlistarnæringu sem fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði. Aðgangur ókeypis.

John Speight starfaði sem söngvari og kennari eftir að hann fluttist til Íslands árið 1972 auk þess að vera kórstjóri Bessastaðakirkju í 15 ár. Undir lok áttunda áratugarins fór hann að semja í meira mæli svo sem fimm sinfóníur, tvær óperur, sjö einleikskonserta, jólaóratóríu, fjölda kammerverka og tæplega 100 einsöngslög. Jólaóratórían var valin tónverk ársins 2002 og diskur með píanóeinleiksverkum Johns í flutningi Peter Maté tónverk ársins 2021. John Speight hlaut árið 2023 heiðursviðurkenningu Garðabæjar fyrir ómetanlegt starf í þágu menningar.