Tónlistarnæring á nýju ári
Íris Björk Gunnarsdóttir sópransöngkona kemur fram á fyrstu Tónlistarnæringu ársins 2025.
Miðvikudaginn 8. janúar hefst Tónlistarnæring á nýju ári í Garðabæ en það er Íris Björk Gunnarsdóttir sópransöngkona sem hefur leika.
Með Írisi Björk leikur Matthildur Anna Gísladóttir á píanó. Þær stöllur flytja efniskrá sem samanstendur af aríum sem eiga það sameiginlegt að vera fullar af von, hlýju og birtu. Meðal atriða er aría Neddu úr Pagliacci, aría Mimi úr La Bohéme, Söngur Sólveigar eftir Grieg, aría Maguerite úr Faust eftir Gounod sem og aríur úr Turandot og Madama Butterfly.
Tónleikarnir hefjast klukkan 12:15 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund, aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Tónlistarnæring er í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar.