30. jan. 2023

Tónlistarnæring - sönglög eftir John Speight

Miðvikudaginn 1. febrúar kl.12:15 fer fram Tónlistarnæring í formi sönglaga eftir John Speight í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. 

  • Tónlistarnæring í formi sönglaga eftir John Speight .
    Tónlistarnæring í formi sönglaga eftir John Speight .

Miðvikudaginn 1. febrúar kl.12:15 fer fram Tónlistarnæring í formi sönglaga eftir John Speight í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Það eru söngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson ásamt píanóleikaranum Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur sem flytja lögin sem samin eru við ljóð eftir Shakespeare, Stefán Hörð Grímsson, Njörð P. Njarðvík, Ingibjörgu Haraldsdóttur og Ingunni Snædal.

Tónleikarnir eru ókeypis en það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar sem stendur að tónleikaröðinni Tónlistarnæring.

John starfaði sem söngvari og kennari eftir að hann fluttist til Íslands árið 1972 auk þess að vera kórstjóri Bessastaðakirkju í 15 ár. Undir lok áttunda áratugarins fór hann að semja í meira mæli svo sem fimm sinfóníur, tvær óperur, sjö einleikskonserta, jólaóratóríu, fjölda kammerverka og tæplega 100 einsöngslög. Jólaóratórían var valin tónverk ársins 2002 og diskur með píanóeinleiksverkum Johns í flutningi Peter Maté tónverk ársins 2021.