1. mar. 2019

Trjáklippingar á opnum svæðum

Nú er kominn tími til trjáklippinga, seinni hluti vetrar og byrjun vors er yfirleitt talinn henta vel til klippinga, m.a. þar sem greinabygging lauffellandi trjáa- og runnaplantna er vel sýnileg

  • Krabbabíll hreinsar úr trjábeði við Bæjarbraut
    Krabbabíll hreinsar úr trjábeði við Bæjarbraut

Nú er kominn tími til trjáklippinga, seinni hluti vetrar og byrjun vors er yfirleitt talinn henta vel til klippinga, m.a. þar sem greinabygging lauffellandi trjáa- og runnaplantna er vel sýnileg. Æskilegt er að klippa flest garðtré og runna til að þeir þrífist sem best. 

Grisjun á opnum svæðum bæjarins

Tré og runna við lóðarmörk, t.d. við gangstéttar þarf að klippa og forma þannig að gangandi komist leiðar sinnar og þjónustutæki geti ekið um hindrunarlaust. Garðyrkjudeild bæjarins hefur að undanförnu unnið að grisjun og trjáklippingum á opnum svæðum bæjarins.  Fram í mars verður unnið við grisjun hjá stóru trjábeði sem liggur meðfram Bæjarbraut og Hæðahverfi. Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát þar sem vinna bæjarstarfsmanna og stórra ökutækja fer fram við umferðargötur bæjarins.

Ítarlegri leiðbeiningar fyrir íbúa um gróður og ræktun

Hér á vef Garðabæjar er að finna leiðbeiningar til garðeigenda m.a. um klippingu lauftrjáa, berjarunna og garðrósa. Mikilvægt er að gæta að því að trjágróður vaxi ekki út fyrir lóðamörk.

Klippingar við Bæjarbraut