28. ágú. 2018

Truflanir á vatnsþrýstingi og tímabundið rafmagnsleysi næstu daga

Vegna vinnu við stofnæð verður lítill þrýstingur á vatni eftir kl. 22 þriðjudagskvöld 28. ágúst í hverfum austan Hafnarfjarðarvegar. Á miðvikudag og fimmtudag verður rafmagnslaust í nokkrum götum hluta úr degi.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Vegna vinnu við stofnæð verður lítill þrýstingur á vatni á þriðjudagskvöld í hverfum austan Hafnarfjarðarvegar, eða í flestum hverfum nema Arnarnesi, Sjálandi, Ásahverfi og Álftanesi. Viðgerð hefst kl 22 og stendur fram eftir nóttu.
Á miðvikudag og fimmtudag verður rafmagnslaust í nokkrum götum vegna endurnýjunar á dreifistöð.  Á miðvikudaginn verður rafmagnslaust á milli kl. 13.00 og 16.00 við Lyngás 2, 4, 6, Lækjarás, Lækjarfit, Löngufit, Túnfit og Hraunholtsvegi 1.  Á fimmtudag verður rafmagnslaust á milli kl. 19.00 og 22.00 við Lyngás 7-14.
Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þessar lokanir geta valdið.