25. sep. 2020

Truflun á umferð um helgina við Vífilsstaðavatn

Um helgina, 26.-27. september, fara fram fjallahjólakeppnin Landsnet MTB og utanvegahlaupið Eldslóðin í upplandi Garðabæjar. Lokað verður inn á Elliðavatnsveginn (í átt að Hafnarfirði) fyrir neðan Vífilsstaði á meðan á keppnunum stendur frá kl. 12-17 á laugardag og sunnudag. 

  • Lokun við Elliðavatnsveg frá kl. 12-17 helgina 26.-27. september
    Lokun við Elliðavatnsveg frá kl. 12-17 helgina 26.-27. september

Um helgina, 26.-27. september, fara fram fjallahjólakeppnin Landsnet MTB og utanvegahlaupið Eldslóðin í upplandi Garðabæjar. Þessar keppnir eru nýjar af nálinni og eru hluti af svo kallaðri Víkingamótaröð á vegum Meðbyrs ehf.  

Lokanir við Elliðavatnsveg frá 12-17 dagana 26.-27. september

Lokað verður inn á Elliðavatnsveginn fyrir neðan Vífilsstaði á meðan á keppnunum stendur frá kl. 12-17:00 laugardaginn 26. september og sunnudaginn 27. september.  Áfram verður hægt að keyra Elliðavatnsveg úr Garðabæ inn í Kópavog en ekki hægt að fara frá Garðabæ til Hafnarfjarðar eftir Elliðavatnsveginum. 

Bílaumferð að bílastæðunum vestan og sunnan við Vífilsstaðavatn verður lokað á sama tíma en hægt er að nota bílastæði í nágrenni Vífilsstaða á meðan.  Aðgengi að allri starfssemi á svæðunum, s.s. Golfvöll GKG og að Vífilsstöðum verður opin og lokun á umferð á ekki við um forgangs umferð viðbragðsaðila lögreglu, slökkvi- eða sjúkraliða. 

Fjallahjóla keppnin er ræst klukkan 14:00 á laugardag og utanvegahlaupið er ræst klukkan 12:00 á sunnudag. Hlaupið verður ræst í hólfum og öllum fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir verður fylgt eftir. Allir eru velkomnir á svæðið til að fylgjast með og á svæðinu verða matarvagnar og ýmislegt fleira. 

Um keppnirnar

Fjallahjólakeppnin Landsnet MTB hefst laugardaginn 26. september kl. 14:00. Hjólað er frá Vífilsstöðum upp með Vífilsstaðaveginum og þar inn á línuveg Landsnets sem gengur ofarlega við Vífilsstaðavatnið. Þaðan er hjólað að Elliðavatni, inn í Búrfellshraunið og inn að Búrfellsgjár veginum og síðan aftur til hægri meðfram Heiðmerkur veginum og inn að Vífilstöðum aftur. 

Utanvegahlaupið Eldslóðin hefst sunnudaginn 27. september kl. 12:00. Hlaupið er frá Vífilsstöðum í meðfram Vífilsstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka en þetta er 28km utanvegahlaup. Einnig eru í boði vegalengdirnar 5km og 10km og hægt að keppa í  liðakeppni í 28km vegalengdinni.

Hér er hægt að lesa nánar um keppnirnar sem eru hluti af Víkingamótaröðinni.

Hér má sjá kort af hjólaleiðinni - laugardaginn 27. september:

Kort Eldslóðin Landsnet

Hér má sjá kort af hlaupaleiðinni sunnudaginn 27. september:

Eldslodin_kort