31. maí 2023

Tunnuskipti ganga vel í Garðabæ

Tunnuskipti í tengslum við innleiðingu á nýju flokkunarkerfi hófst nú í maí. Í hverri viku verður tunnum skipt út á tilteknum svæðum í Garðabæ, en nú þegar hefur tunnum verið skipt út í nokkum hverfum.

Tunnuskipti í tengslum við innleiðingu á nýju flokkunarkerfi hófst nú í maí. Í hverri viku verður tunnum skipt út á tilteknum svæðum í Garðabæ, en nú þegar hefur tunnum verið skipt út í nokkum hverfum.  Hér fyrir neðan má sjá hverfaskiptinguna.


Tunnunum er skipt út samhliða venjubundinni sorphirðu, það er eldri tunnur verða tæmdar og í kjölfarið verða afhentar nýjar tvískiptar tunnur (þ.e. við sérbýli, útfærslur við fjölbýlishús verða miðaðar við fjölda íbúa) og eldri tunnur verða endurmerktar fyrir íbúa. Samtímis fá allir íbúar körfu og poka fyrir lífrænan úrgang.

Vika Dagsetning Hverfi



21



22.- 26. maí 2023
  • Hnoðraholt
  • Búðir
  • Lundir
  • Móar
  • Garðatorg
  • Byggðir


22


30. maí - 2. júní 2023
  • Búðir
  • Bæjargil
  • Hæðir
  • Akrar


23


5. júní - 9. júní 2023
  • Ásar
  • Sjáland
  • Prýði
  • Við Álftanesveg

24

12. júní - 16. júní 2023
  • Flatir
  • Fitjar
  • Hólar
  • Urriðaholt


25


19. júní - 23. júní 2023
  • Grundir
  • Mýrar
  • Tún
  • Akrar
  • Arnarnes
26 26. júni - 30. júní 2023
  • Álftanes

* birt með fyrirvara um breytingar

Hér má nálgast frekari upplýsingar um sorphirðu í Garðabæ og á vef Sorpu www.flokkum.is má lesa sér til um nýja sorphirðukerfið.