5. mar. 2024

Tveir flyglar gefa tónlistarnæringu í Garðabæ

Miðvikudaginn 6. mars klukkan 12:15 verður boðið upp á tónlistarnæringu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar með flygladúóinu Sóleyju sem leikur íslensk verk fyrir tvo flygla. 

Meðal verka sem flutt verða er svíta sem samin var sérstaklega fyrir flygladúóið og er dúóið spennt að frumflytja hana á tónleikunum. Þá er á dagskrá verk byggt á íslenskum þjóðlögum sem eru útsett fyrir tvö píanó.

Flygladúóið Sóley er skipað þeim Laufeyju S. Haraldsdóttur og Sólborgu Valdimarsdóttur en þær stofnuðu dúóið árið 2019. Dúóið hefur haldið bæði tónleika hérlendis og erlendis og meðal annars frumflutt ný íslensk verk fyrir tvo flygla. Markmið dúósins hefur verið að vekja athygli á verkum fyrir tvo flygla og hefur lagt áherslu á nýsköpun og íslenska tónlist fyrir hljóðfærasamsetninguna. Það hefur dúóið einnig gert í gegnum vinnustofur fyrir unga píanónemendur.

Tónleikarnir eru ókeypis og öll velkomin.