17. sep. 2025

Tveir nýir viðgerðastandar

Tveir nýir viðgerðastandar fyrir reiðhjól verða settir upp á næstu misserum.

  • Viðgerðastandurinn á Garðatorgi er vel nýttur af hjólreiðafólki.

Í Garðabæ eru fjölmargir hjóla- og göngustígar sem eru ekki bara hluti af samgönguneti bæjarins heldur tengja hann við nærliggjandi sveitarfélög og gera Garðabæ að einstaklega góðum hjólabæ.

Við Garðatorg, Ásgarðslaug og Álftaneslaug má finna viðgerðastanda fyrir reiðhjól og verður nú tveimur til viðbótar komið fyrir í bænum, annars vegar við íþróttahúsið Miðgarð og hins vegar við Urriðaholtsskóla.

Evrópsk Samgönguvika er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Um samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu er að ræða þar sem vistvænum samgöngum er gert hátt undir höfði.

Viðgerðastandarnir hafa reynst hjólafólki vel en þar má t.d. pumpa í dekk, herða skrúfur og sinna öðru minniháttar viðhaldi á reiðhjólum.

Nýju viðgerðarstandarnir eru settir upp í tilefni af Evrópskri Samgönguvika sem stendur nú yfir en hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Garðbæingar eru hvattir til að taka þátt og velja vistvæna samgöngumáta eftir fremsta megni, t.d. nota almenningssamgöngur, ganga eða hjóla.