15. feb. 2019

Tvöfaldir bikarmeistarar um helgina?

Karla- og kvennalið Stjörnunnar eru komin í úrslit bikarkeppni í körfubolta.

  • Stjarnan
    Stjarnan

Karla- og kvennalið Stjörnunnar eru bæði komin í úrslit bikarkeppni í körfubolta sem fram fer nú um helgina.  Kvennaliðið er í fyrsta sinn að spila úrslitaleikinn en liðið mætir Val kl. 13:30 á morgun, laugardaginn 16. febrúar. Strax á eftir, kl. 16:30 mætir karlalið Stjörnunnar liði Njarðvíkur.

Garðbæingar eiga því möguleika á að fagna tvöföldum bikarmeistaratitili um helgina. Við hvetjum alla til að mæta í Laugardalshöll á laugardag og styðja okkar fólk! 

Leikirnir verða einnig sýndir í beinni útsendingu á RÚV.