9. ágú. 2021

Tvöfaldur sigur hjá GKG

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, eru Íslandsmeistarar í golfi árið 2021

  • íslandsmeistararnir tveir, Hulda Clara og Aron Snær.
    Íslandsmeistararnir tveir, Hulda Clara og Aron Snær. Mynd: seth@golf.is

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, eru Íslandsmeistarar í golfi árið 2021. 

Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Hulda og Aron voru bæði með forystu fyrir fjórða og síðasta hring mótsins. Hulda var með fjórtán högga forystu en Aron var einu höggi á undan Hlyni Bergssyni. Hulda endaði örugg í efsta sætinu á tveimur höggum yfir pari og sjö högga forystu. Aron endaði mótið á sex höggum undir pari og með fjögurra högga forystu.

Hulda Clara er fyrsti kvenkylfingurinn úr röðum GKG sem fagnar þessum titli. Alls hefur GKG sigrað 9 sinnum á Íslandsmótinu í karlaflokki – Birgir Leifur er með 6 titla, en aðrir sem hafa sigrað eru Sigmundur Einar Másson (2006), Bjarki Pétursson (2020) og nú Aron Snær Júlíusson (2021).