Umdæmisþing Rótarý í Garðabæ
Umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Garðabæ dagana, 10.-11. október.
Á umdæmisþingi koma Rótarýfélagar af öllu landinu saman, sitja hátíðarfund, halda aðalfund sinn og ráðstefnu í kjölfarið ásamt því að gleðjast saman í hátíðarkvöldverði og dansleik. Hátíðarfundur Rótarýklúbbsins Hofs fer fram í Garðaholti sem og hátíðarkvöldverðurinn á laugardagskvöldinu.
Umdæmisþingið fer fram í Sjálandsskóla.
Umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi er Sigríður Björk Gunnarsdóttir í Rótarýklúbbnum Hofi í Garðabæ. Í bænum eru tveir Rótarýklúbbar, Rkl. Hof og Rótarýklúbburinn Görðum, móðurklúbbur Rkl. Hofs.
Á þessu ári eru 10 ár frá stofnun Rkl. Hofs og 60 ár frá því Rkl. Görðum var stofnaður og ánægjulegt að geta haldið þingið í bænum á þessum stórafmælum.
Rótarý á Íslandi er hluti af alþjóðlegu félagasamtökunum Rotary International, sem hefur það að markmiði að þjóna samfélaginu, efla frið og skilning milli þjóða, og styðja við menntun, heilbrigði, mannréttindi og umhverfismál.