Umferð við skólana
Við biðlum til ökumanna að sýna sérstaka aðgát í kringum skólana nú þegar skólastarf er að hefjast.
Nú þegar skólastarf er að hefjast viljum við minna ökumenn á að vera vakandi í umferðinni nú sem endranær og sýna sérstaka aðgát í kringum skólana.
Við biðlum til forráðafólks að leggja bílum sínum ekki upp á gangstéttir í kringum skólana þegar börn eru keyrð í og úr skólanum, við það getur skapast mikil hætta.
Virðum umferðarreglur, sýnum tillitssemi og tryggjum þannig öryggi gangandi vegfarenda, einkum þeirra sem eru ný í umferðinni.