4. sep. 2025

Umhverfisviðurkenningar Garðabæjar 2025

Kinnargata 58-68 var valin snyrtilegasta gatan þegar umhverfisviðurkenningar Garðabæjar fyrir árið 2025 voru veittar við skemmtilega athöfn.

Umhverfisnefnd Garðabæjar afhendir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og opin svæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Einnig er valin snyrtilegasta gatan í bænum sem fær viðurkenningarskilti við götuna af því tilefni.

Í ár veitti umhverfisnefnd Garðabæjar einnig viðurkenningu fyrir framlag til umhverfismála og var það Erla Bil Bjarnardóttir, sem starfaði hjá Garðabæ í yfir þrjá áratugi, sem hlaut þá viðurkenningu. Jafnframt nýtti nefndin tækifærið til að vekja athygli á skemmtilegu opnu svæði í Garðabæ: Urriðavatni og svæðinu umhverfis það.

_IMG_2876

Ásgeir Jón Ásgeirsson og Haukur Gröndal tóku nokkur lög við athöfnina.

Í vor kallaði umhverfisnefnd Garðabæjar eftir hugmyndum íbúa og bárust fjölmargar ábendingar um fallegar lóðir og götur í ár. Að þessu sinni veitti umhverfisnefnd íbúum í Bæjargili 100, Hraungötu 21 og Norður Eyvindastöðum viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir við íbúðarhús.

Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingu viðurkenninganna ásamt hluta úr umsögum og myndum af þeim lóðum sem hlutu viðurkenningu.

Bæjargil 100

Baejargil1

Stella Stefánsdóttir, formaður umhverfsinefndar og Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ, afhenda hér íbúum við Bæjargil 100 viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð við íbúðarhús.

„Aðkoma að Bæjargili 100 er sérstaklega glæsileg lóð sem er í góðu viðhaldi. Fallegar grasflatir og stéttar eru sérlega hreinar. Lóðin er öll vel skipulögð og snyrtileg.

Fallegur og snyrtilegur garður. Íbúar eru augljóslega með metnað fyrir því að hafa umhverfið sem fallegast.“

Skjamynd-2025-09-01-112108Skjamynd-2025-09-01-112124Skjamynd-2025-09-01-112116

Baejargil

Hraungata 21

„Hraungata 21 er fjölbýli í nýlegu hverfi Urriðaholti. Grasflatir, trjábeð og stéttar, hreinar og snyrtilegar Metnaður íbúa augljós fyrir því að hafa lóð og umhverfi sem snyrtilegast.“

Skjamynd-2025-09-01-112017

Skjamynd-2025-09-01-112009

Hraungata

Fannar Freyr Eggertsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd íbúa í Hraungötu 21

Norður Eyvindastöðir

„Aðkoman er mjög aðlaðandi með blómstrandi runnum og fjölæringum. Gróskumikil trjábeð og grasflatir ásamt mörgum munum frá landbúnaði og sjósókn frá fyrri tíð. Það er ánægjulegt að sjá hvað íbúar bera mikla virðingu fyrir fortíðinni. Austurtún 17 (Norður Eyvindastaðir) fékk verðlaun árið 2017 og hefur umhverfinu verið haldið vel við. Íbúar eru vel að þessum verðlaunum komin aftur.“

Skjamynd-2025-09-01-112043

Skjamynd-2025-09-01-112052

Skjamynd-2025-09-01-112100

Nordur-eyvindarstadir

Stella S.Karlsdóttir og Svavar Guðmundsson íbúar á Norður Eyvindarstöðum ásamt Stellu og Almari

Snyrtilegasta gatan 2025: Kinnargata 58-68 

Viðurkenningu fyrir snyrtilega götu fengu íbúar við Kinnargötu 58-68.

Snyrtilegasta-gatan-2025

Nokkrir íbúar við Kinnargötu 58-68 tóku við viðurkenningunni fyrir snyrtilegustu götu Garðabæjar árið 2025.

"Kinnargata liggur frá Bæjargötu upp að efsta hluta Holtsvegar. Götumynd Kinnargötu 58-68 í nýlegu hverfi er sérlega falleg og snyrtileg. Íbúar eru auðsjáanlega samstilltir um að halda lóðum sínum snyrtilegum og í samræmi við nærumhverfið," segir í umsögn umhverfisnefndar Garðabæjar.

_IMG_2937

Daníel Daníelsson, yfirverkstjóri í áhaldahúsi Garðabæjar, gekk strax í málið og sótti viðurkenningaskiltið fyrir Kinnargötu 58-68 til að koma því upp í hvelli.

Snyrtileg lóð fyrirtækis: Sómi

Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð fyrirtækis hlaut Sómi.

Somi

Ragnar Scheving umsjónarmaður fasteigna hjá Sóma tók við viðurkenningunni.

„Sómi hefur verið starfrækt hér í Garðabæ í áratugi og er flest öllum landsmönnum kunnugt. Lóðin umhverfis fyrirtækið er öll mjög snyrtileg og hrein. Sómi er vel að þessum verðlaunum komið.“

Skjamynd-2025-09-01-112026Skjamynd-2025-09-01-112033

Skemmtilegt opið svæði: Urriðavatn

Við tilefnið var athygli vakin á skemmtilegu opnu svæði.

„Urriðavatn og svæðið umhverfis það er svæði sem er á náttúruminjaskrá og nýtur hverfisverndar í aðalskipulagi Garðabæjar vegna lífríkis og útivistargildis. Urriðavatn og lífríki þess er sannkölluð náttúruperla, fallegt landslag með fjölbreyttum gróðri og dýralífi. Fjölmörg fræðsluskilti má finna um þá fugla sem sjást við vatnið og gönguleiðir umhverfis vatnið eru vinsælar meðal íbúa Urriðaholts og annara. Auk fræðsluskilta um fuglalíf er einnig að finna upplýsinga- og fræðsluskilti rétt hjá þar sem bærinn Urriðakot stóð eitt sinn norðaustan megin við vatnið,“ er meðal þess sem kemur fram í umsögn umhverfisnefndar Garðabæjar.

DJI_0985

Urridavatn3

Skjamynd-2025-09-01-111954

Til fyrirmyndar í umhverfismálum: Erla Bil Bjarnardóttir

Erla Bil Bjarnardóttir, sem starfaði hjá Garðabæ í yfir þrjá áratugi, fyrst sem garðyrkjustjóri og síðar sem umhverfisstjóri, hlaut viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til umhverfismála og samfélagsins.

Erla-bil

„Hún hefur ávallt lagt áherslu á að hvetja ungt fólk til dáða, hún hefur treyst því til ábyrgðar og skapað tækifæri fyrir ungmenni til að vaxa í starfi,“ segir meðal annars í umsöng umhverfisnefdar um Erlu Bil.

Þar segir einnig: „Það má með sanni segja að Erla Bil hafi verið driffjöður víða í samfélaginu okkar í Garðabæ. Hún hefur lagt hug og hjarta, en ekki síst kraft, í garðyrkju, skógrækt, fræðslu og umhverfismál í Garðabæ í yfir þrjátíu ár og er enn að.“

Erla-bil1

Hægt er að senda ábendingar um fallegt umhverfi allt árið um kring. Hægt er að skila ábendingum í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða senda tölvupost á netfangið gardabaer@gardabaer.is.