31. ágú. 2018

Undirritun styrkja til náms í leikskólakennarafræðum

Fyrsta styrkúthlutun til nema í leikskólakennarafræðum fór fram á bæjarskrifstofum Garðabæjar þann 30. ágúst 2018 síðastliðinn. Alls hlutu þrír nemar styrki en það eru þær Ásta Björk Árnadóttir, Ragnheiður Sívertsen og Anna Björnsdóttir.

  • Styrkúthlutun
    Nöfn frá vinstri: Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir formaður leikskólanefndar, Ragnheiður Sívertsen styrkþegi, Anna Björnsdóttir styrkþegi, Ásta Björk Árnadóttir styrkþegi, Inga Þóra Þórisdóttir mannauðsstjóri, Halldóra Pétursdóttir verkefnastjóri skóladeildar.

Fyrsta styrkúthlutun til nema í leikskólakennarafræðum fór fram á bæjarskrifstofum Garðabæjar þann 30. ágúst 2018 síðastliðinn. Alls hlutu þrír nemar styrki en það eru þær Ásta Björk Árnadóttir, Ragnheiður Sívertsen og Anna Björnsdóttir.

Markmið námstengdra styrkja er að fjölga leikskólakennurum og stuðla að hærra menntunarstigi á meðal starfsfólks í leikskólum Garðabæjar. Tilgangurinn er að efla faglegt starf og auka stöðugleika í starfsmannahaldi í leikskólum sveitarfélagsins.

Garðabær veitir styrki til náms í leikskólakennarafræðum í formi launaðs leyfis, eingreiðslna, vegna mætinga í staðbundinn hluta fjarnáms og verknáms, viðbótarstarfshlutfalls og styrks til greiðslu skrásetningargjalds og bókakaupa, allt eftir tegund náms og aðstæðum.