3. okt. 2019

Undirritun styrkja til náms í leikskólakennarafræðum

Önnur styrkúthlutun til nema í leikskólakennarafræðum fór fram á bæjarskrifstofum Garðabæjar þann 26. september síðastliðinn. 

  • Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir, formaður leikskólanefndar ásamt styrkhöfum, leikskólastjórum, fræðslustjóra og verkefnastjóra.
    Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir, formaður leikskólanefndar ásamt styrkhöfum, leikskólastjórum, fræðslustjóra og verkefnastjóra.

Önnur styrkúthlutun til nema í leikskólakennarafræðum fór fram á bæjarskrifstofum Garðabæjar þann 26. september síðastliðinn. Alls hófu átta einstaklingar nám og er 75% aukning frá í fyrra. Nemendur eru ýmist að ljúka fimm ára námi í leikskólakennarafræði eða M.Ed í menntunarfræði leikskóla. Styrkveitingarnar eru liður í markvissum aðgerðum sveitarfélagsins til að fjölga leikskólakennurum. 

Garðabær veitir styrki til náms í leikskólakennarafræðum í formi launaðs leyfis, eingreiðslna, vegna mætinga í staðbundinn hluta fjarnáms og verknáms, viðbótarstarfshlutfalls og styrks til greiðslu skrásetningargjalds og bókakaupa, allt eftir tegund náms og aðstæðum.   

Á myndinni er Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir, formaður leikskólanefndar ásamt styrkhöfum, leikskólastjórum, fræðslustjóra og verkefnastjóra.