6. sep. 2024

Vinna áfram að því að efla barna- og unglingastarf í golfi

Áfram er unnið markvisst að því að efla barna- og unglingastarf í golfi í Garðabæ.

Garðabær hefur undirritað samstarfssamninga við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbinn Odd og Golfklúbb Álftaness. Meginmarkmið samstarfsins við golfklúbbana þrjá er að efla áfram barna- og unglingastarf í golfi í Garðabæ.

Með samningum Garðabæjar við golfklúbbanna er lögð sérstök áhersla á að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í samræmi við stefnu bæjarins í málefnum fatlaðs fólks. Einnig að vinna áætlun varðandi eineltismál byggða á forvarnarstefnu og samskiptasáttmála Garðabæjar.

„Það hefur verið afar ánægjulegt að sjá hversu mikil ásókn hefur verið í öfluga ungmennastarfið sem golfklúbbarnir bjóða upp á og geta stutt við það,“ segir Almar Guðmundsson um samstarfssamningana við golfklúbbana þrjá. Nýir samningar gilda til ársloka 2025.

_a3

Einar Georgsson formaður GÁ, Almar Guðmundsson og Hrannar Bragi Eyjólfsson.

_o

Kári H. Sölmundarson formaður GO, Almar Guðmundsson og Hrannar Bragi Eyjólfsson.

IMG_0118

Almar Guðmundsson og Jón Júlíusson formaður GKG handsala samninginn.