25. nóv. 2021

Uppbygging miðsvæðis á Álftanesi

Föstudaginn 19. nóvember sl. var tekin skóflustunga á miðsvæði Álftaness þar sem fyrsta þyrping fjölbýlishúsa af þremur á að rísa.

  • Skóflustunga á miðsvæði Álftanes
    Uppbygging miðsvæðis á Álftanesi - skóflustunga 19. nóvember 2021

Föstudaginn 19. nóvember sl. var tekin skóflustunga á miðsvæði Álftaness þar sem fyrsta þyrping fjölbýlishúsa af þremur á að rísa. Undirbúningur hófst á síðasta ári þegar Garðabær, Húsbygg ehf og Íslandsbanki gerðu með sér samstarfssamning um uppbyggingu fjölbýlishúsa á miðsvæði Álftaness við Breiðumýri.

Fjölbýlishúsið sem nú rís er á lóð við Lambamýri og þar er gert ráð fyrir uppbyggingu á þjónustu og/eða verslun á jarðhæð. Einnig verður gert ráð fyrir félagsstarfssemi á fyrstu hæð hússins sem verður hægt að nýta fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara skv. ákvæði í samningnum um uppbygginguna.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir húsnæði á Álftanesi og samtals verða þetta um 252 íbúðir þegar allar þrjár þyrpingarnar verða byggðar á næstu árum. Hér fyrir neðan má sjá þrívíddarmyndir af húsunum.

Skóflustunga á miðsvæði Álftaness

12-uppfaert-Large-

6-uppfaert-Large-

9-uppfaert-Large-