4. jún. 2023

Upplýsingar vegna verkfalla

Að óbreyttu verður stígandi á verkfallsaðgerðum BSRB frá 5. júní nk. samkvæmt aðgerðaráætlun BSRB. Skerðing verður á þjónustu leikskóla í Garðabæ, sundlaugar og íþróttamiðstöðvar verða lokaðar ásamt bæjarskrifstofum.

  • Sundlaugin á Álftanesi

Að óbreyttu verður stígandi á verkfallsaðgerðum BSRB frá 5. júní nk. samkvæmt aðgerðaráætlun BSRB. Náist ekki að semja munu verkföllin samtals ná til að minnsta kosti 2500 starfsmanna í 29 sveitarfélögum, þar á meðal í Garðabæ þar sem að Starfsmannafélag Garðabæjar (STAG) er aðili að BSRB. Að gefnu tilefni vill Garðabær árétta að samningsumboð sveitarfélagana liggur ekki einstaka sveitarfélögum.

Ef til verkfallsaðgerða kemur nú eftir helgi verða skerðingar á þjónustu leikskóla í Garðabæ í svipuðum mæli og undanfarnar vikur. Leikskólastjórar senda frekari upplýsingar á foreldra. 

Vakin er athygli á að vegna verkfallsaðgerða falla leikskólagjöld og matargjald barna niður þær stundir sem börnin geta ekki mætt í skólann, þ.e. þegar vistunartími barnanna er skertur eða ekki er unnt að bjóða upp á hádegismat. Kostnaður verður endurgreiddur til foreldra með næstu leikskólagjöldum.

Sundlaugar í Garðabæ verða lokaðar í komandi verkfallsaðgerðum, bæði í Ásgarði og Álftanesi. Það sama gildir um íþróttamiðstöðvarnar í Ásgarði og v/Breiðumýri á Álftanesi og falla allar íþróttaæfingar niður sem eiga þar að vera.

Starfsfólk á bæjarskrifstofum fer einnig í verkfall frá og með mánudeginum 5. júní, þar á meðal tölvudeild Garðabæjar og tækni- og umhverfissvið. Lokað verður í þjónustuveri.