Upplýsingar vegna mikillar snjókomu
Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins biður samt fólk mjög eindregið um að halda sig heima og að fylgjast áfram með veðurspám og upplýsingum um færð á vegum.
Uppfært 18:30 með skilaboðum frá Almannavörnum og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu:
Ennþá snjóar sumstaðar á höfuðborgarsvæðinu, en annars staðar er farið að rofa vel til. Þó er umferð víða enn þung, og miklar tafir t.d. í austurhluta höfuðborgarsvæðisins. Veðurspáin hefur batnað, gul viðvörun er áfram í gildi en ekki kemur til appelsínugulrar viðvörunar eins og áður hafði verið auglýst. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins biður samt fólk mjög eindregið um að halda sig heima og að fylgjast áfram með veðurspám og upplýsingum um færð á vegum. Það mun taka dágóðan tíma að ryðja götur á höfuðborgarsvæðinu og fjarlægja ökutæki, sem hafa verið skilin eftir vegna ófærðar. Því er mjög mikilvægt að fólk hindri ekki hreinsun gatna en þar er ærið verkefni fyrir höndum, ekki síst vegna mikillar klakamyndunar víða.
Spá gerir ráð fyrir að viðvaranir falli úr gildi um miðnættið.
Búast má við þungri umferð á morgun, miðvikudag en ekki er gert ráð fyrir röskun á skólastarfi.
Fyrri frétt:
Vegna áframhaldandi snjókomu á höfuðborgarsvæðinu er fólk eindregið hvatt til að halda sig heima og vera alls ekki á ferðinni að nauðsynjalausa. Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi, en hún mun breytast í appelsínugula viðvörun kl. 17, en áfram er spáð mikilli snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni í allan dag. Um er að ræða fyrirmæli frá Almannavörnum til íbúa höfuðborgarsvæðisins og er mælst til þess að fólk sé komið heim fyrir klukkan 15:00 í dag.
- Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir um að sækja börnin sín fyrir klukkan 14:30 í dag og er mikilvægt að vera tímanlega á ferðinni.
- Bókasafn, Hönnunarsafn Íslands og sundlaugar Garðabæjar loka klukkan 14.00 í dag. Íþróttahús loka klukkan 15.
- Jónshús lokar klukkan 14 í dag.
- Öll kennsla og tónleikahald fellur niður í Tónlistarskóla Garðabæjar í dag, einnig starf í félagsmiðstöðvum Garðabæjar.
- Vinsamlegast hafið í huga að frístundabíllinn gengur ekki og mikilvægt er að skoða hjá einstökum félögum hvernig dagskráin verður.
- Strætó mun halda áfram akstri eftir bestu getu en vegna færðar og umferðar hafa verið truflanir á leiðakerfi Strætó. Þjónustuver Strætó er opið en móttakan lokar kl. 14:00.
- Hægt er að ná í þjónustuver Garðabæjar í síma 5258500 en sjálft þjónustuverið á Garðatorgi lokar klukkan 14.
- Tafir verða á Pantþjónustu í dag og á morgun vegna færðar.
- Tafir hafa orðið á heimsendum mat í dag vegna færðarinnar.
Fólk sem fór að heiman í morgun er beðið um að huga að heimferð sem allra, allra fyrst (mjög gott ef fólk er komið til síns heima fyrir kl. 15) því færðin og veðrið á bara eftir að versna eftir því sem líður á daginn.
English:
Due to ongoing snowfall in Reykjavik and surrounding municipalities, people are strongly advised to stay home and avoid travel unless absolutely necessary. A yellow weather warning is currently in effect for the region but will be upgraded to an orange warning at 17:00/5 p.m. today. Continued heavy snowfall or sleet is expected, with poor visibility. Those who left home this morning, are urged to return as soon as possible (ideally before 15:00/3 p.m.), as road and weather conditions are only expected to worsen as the day goes on. Significant travel disruptions are likely to continue, and people are encouraged to exercise caution and keep up to date with weather forecasts. Today is the day to stay inside and keep warm—not to venture out and risk getting stuck in traffic!
Parents of preschool and primary school children are asked to pick up their children before 3:00 PM, preferably by 2:30 PM today.
All classes and concerts at the Tónlistrskóli Garðabæjar are canceled today.
The library, the Museum of Design and Applied Art, and the swimming pools in Garðabær will close at 2:00 PM today.
Please note that Frístundabíllinn will not be operating, and it is important to check with individual clubs regarding their schedules.
Strætó will be operating as much as possible, but expect delays.
People are asked not to seek non-essential services today that can easily wait, such as swimming pools and libraries, and such facilities are encouraged to close for the day. Essential services, such as healthcare institutions and various welfare services, will continue to operate.
