27. sep. 2018

Uppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna í Silfurtúni var haldin laugardaginn 15. september í mildu haustveðri. Uppskeruhátíðin var haldin með seinna móti í ár til þess að gefa kartöflunum og grænmetinu lengri vaxtartíma

  • Uppskeruhátíð skólagarðanna
    Uppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna í Silfurtúni var haldin laugardaginn 15. september í mildu haustveðri. Uppskeruhátíðin var haldin með seinna móti í ár til þess að gefa kartöflunum og grænmetinu lengri vaxtartíma þar sem veðrið í sumar var ekki með besta móti. Börnin mættu með fjölskyldum sínum til að taka upp uppskeru sumarsins. Þeir eldri borgarar sem höfðu nýtt sér að kaupa garð viku eftir að krökkunum var úthlutaður garður mættu einnig og tóku upp sína uppskeru. 

Í skólagörðunum í sumar voru ræktaðar kartöflur, fjölmargar káltegundir og salöt.
Boðið var upp á grillaðar pylsur til að fagna góðu starfi og viðurkenningarskjöl veitt fyrir þátttöku í skólagörðunum.

Uppskeruhátíð skólagarðannaUppskeruhátíð skólagarðannaUppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna

Uppskeruhátíð skólagarðanna