12. sep. 2024

Uppskeruhátíð skólagarðanna 2024

Í skólagörðunum í sumar voru ræktaðar kartöflur, salat, ýmsar káltegundir, kryddjurtir, litrík blóm og fleira spennandi. Gleðin var við völd á uppskeruhátíðinni.

Sólin skein og gleðin var við völd þegar uppskeruhátíð skólagarðanna í Silfurtúni var haldin laugardaginn 7. september.

Þá mættu börn og eldri borgarar, sem voru með garð í skólagörðunum í sumar, ásamt fjölskyldum sínum og tóku upp uppskeru sumarsins. Í skólagörðunum í sumar voru ræktaðar kartöflur, salat, ýmsar káltegundir, kryddjurtir, litrík blóm og fleira spennandi.

Boðið var upp á grillaðar pylsur og djús til að fagna góðri uppskeru og vel unnum störfum. Viðurkenningarskjöl voru svo veitt fyrir þátttöku í skólagörðunum í sumar.