4. sep. 2018

Uppskeruhátíð sumarlesturs

Uppskeruhátíð sumarlesturs var haldin laugardaginn 1. september síðastliðinn í Bókasafni Garðabæjar. Stjörnu-Sævar hélt skemmtilegt erindi, viðurkenningar voru afhentar og boðið var upp á ljúffenga köku. 

  • Uppskeruhátíð sumarlesturs
    Uppskeruhátíð sumarlesturs

Uppskeruhátíð sumarlesturs var haldin laugardaginn 1. september síðastliðinn í Bókasafni Garðabæjar. Stjörnu-Sævar hélt skemmtilegt erindi, viðurkenningar voru afhentar og boðið var upp á ljúffenga köku. Þrír lestrarhestar voru dregnir út en hinar heppnu voru þær Daníela Ósk Adriansdóttir, Steinunn E. Ragnarsdóttir og Eydís Jónsdóttir. Þær hlutu í verðlaun bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna eftir Sævar Helga Bragason. 

Þá fengu allir þátttakendur sumarlesturs glaðning þar sem var þakkað fyrir lestrardugnaðinn í sumar.

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar var fyrir öll börn á grunnskólaaldri eða 5 -16 ára og hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn. Þegar börnin skráðu sig til þátttöku fengu þau afhenta lestrardagbók. Í hana skráðu þau þær bækur sem þau lásu í sumar ásamt blaðsíðufjölda og fengu límmiða við hverja komu á bókasafnið. Í hverri viku var svo dreginn út lestrarhestur vikunnar.

Uppskeruhátíð sumarlestursUppskeruhátíð sumarlestursUppskeruhátíð sumarlestursUppskeruhátíð sumarlestursUppskeruhátíð sumarlesturs