23. ágú. 2021

Uppskeruhátíð Sumarlesturs

Uppskeruhátíð Sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar var haldin laugardaginn 21. ágúst síðastliðinn. 

  • Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2021
    Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2021

Uppskeruhátíð Sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar var haldin laugardaginn 21. ágúst sl. á Garðatorgi. Gunnar Helgason rithöfundur las úr hinni vinsælu bók Palla Playstation og nýrri bók sem ber heitið Drottningin sem kunni allt nema.... sem er væntanleg á næstu dögum, við mjög góðar undirtektir áheyrenda.

Þrír lestrarhestar voru dregnir úr lukkukassanum og allir virkir þátttakendur fengu glaðning. Hátt í 200 börn skráðu sig í sumarlestrarátakið og skiluðu þau um 400 umsagnarmiðum í lukkukassann. Þau sem voru dregin út á hátíðinni eru Ísey Hrönn 7 ára, Bjartur Þór 7 ára og Gunnar Helgi 7 ára. Sá sem átti metið í umsagnarmiðum, skilaði um 35 miðum og stóð við lestrarmarkmiðin sín, var Arnar Dagur 7 ára og fékk hann sérstaka viðurkenningu.

Við óskum öllum duglegu lestrarhestum sumarsins innilega til hamingju með frábæran lestrarárangur!

Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2021

Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2021

Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2021

Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2021

Uppskeruhátíð Sumarlesturs 2021