Upptökur af íbúafundum í október
Þrír íbúafundir voru haldnir í Garðabæ í október og voru þeir teknir upp fyrir áhugasama íbúa sem ekki komust á þá.
Þrír íbúafundir voru haldnir í Garðabæ í október undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta í Garðabæ“. Þar bauð Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar ásamt sviðsstjórum íbúum til samtals og sátu þau fyrir svörum.
Lifandi og fjörugar umræður sköpuðust á fundunum og voru umhverfismál, framkvæmdir, fjölskyldu- og skólamál og fjárhagur bæjarins meðal umræðuefna. Á fundunum fengu íbúar tækifæri til að taka til máls og fara yfir það sem þeim lá á hjarta.
Meðfylgjandi eru upptökur af fundunum fyrir þá sem ekki komust á þá. Fyrsti fundurinn var haldinn í Álftanesskóla þann 9. október, annar fundurinn fór fram í Flataskóla þann 14. október og sá þriðji var haldinn 16. október í Urriðaholtsskóla.