5. jan. 2024

Urriðaholtssafn verður skólabókasafn Urriðaholtsskóla

Skólabókasafnið og Bókasafn Garðabæjar munu bjóða upp á á fjölskylduviðburði fyrsta laugardag í mánuði kl. 12-14 og þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16-18. 

Urriðaholtssafn verður skólabókasafn Urriðaholtsskóla frá og með janúar 2024.
Skólabókasafnið er aðeins fyrir nemendur skólans en við bjóðum ykkur öll velkomin á Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi 7.

Skólabókasafnið og Bókasafn Garðabæjar munu bjóða upp á á fjölskylduviðburði fyrsta laugardag í mánuði kl. 12-14 og þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16-18. 

Samhliða því mun Bókasafn Garðabæjar bjóða upp á pöntunarþjónustu sem afhent verður í Urriðaholtsskóla á þessum viðburðum og skilakassi verður settur upp í skólanum á næstu vikum.


Frekari upplýsingar um starfsemi Bókasafns Garðabæjar er á bokasafn.gardabaer.is