24. mar. 2023

Úthlutun úr þróunarsjóði grunnskóla

Úthlutað hefur verið úr þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar fyrir árið 2023. Skólanefnd hefur lagt til við bæjarráð að úthlutað verði úr Þróunarsjóði Garðabæjar kr. 28.000.000, í samræmi við reglur sjóðsins.

  • Urriðaholtsskóli
    Urriðaholtsskóli

Úthlutað hefur verið úr þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar fyrir árið 2023. Skólanefnd hefur lagt til við bæjarráð að úthlutað verði úr Þróunarsjóði Garðabæjar kr. 28.000.000, í samræmi við reglur sjóðsins.

Að þessu sinni bárust 25 umsóknir en alls var sótt um 35.848.948 kr., í sjóðinn. Allar umsóknir voru teknar til afgreiðslu og fagnar skólanefnd fjölda áhugaverðra umsókna sem bera vitni um metnaðarfullt skólastarf í Garðabæ.

Eftirfarandi umsóknir bárust og fengu styrk:

  • Byggjum á rannsóknum og reynslu -Innleiðing Morningside módelsins, 2. innleiðingarár af 3
  • Rytmaþjálfun og hljóðkerfisvitund
  • Lesskilningur nemenda á texta tengdum náttúrufræði
  • Vendikennsla-Stafræn tækni og textílmennt · Einstaklingsáætlun sem liður í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Hönnunar og forritunarkennsla með SPIKE Prime
  • Námsumhverfi lesblindrabarna- viðhald og þróun heimasíðu
  • “Eru ekki allir sexý?” – kynfræðsluefni fyrir unglingastig
  • Vefsíður fyrir námslotur í náttúru- greinum og ensku
  • Félagsfærnisögur í teiknimyndaformi
  • Sjálfsstjórn og sjálfsþekking nemenda
  • Námsefnisgerð í stærðfræði á unglingastigi
  • Verkefni fyrir Google Sheets töflureikni
  • Nemendastýrð foreldrasamtöl
  • Rafrænn verkefna og prófabanki.
  • Leitin að nýsköpunarhugmyndum og þróun þeirra.
  • Frímínútnafjör – Leikjaleiðtogar
  • Stafsetning er leikur einn
  • Orðaveggur úr Lífheimi
  • Bambahús í skólastarfi
  • “Vertu með!” – Félagsfærni- og samskiptaþjálfun · Verkefnabanki fyrir útinám
  • Útikennsla og útivist
  • Nemendalýðræði
  • Nýsköpun og smáhlutaforritun