4. ágú. 2023

Útivera, sund og menning um verslunarmannahelgina

Þeir sem ætla ekki að leggja land undir fót um verslunarmannahelgina geta fundið sér heilmargt að gera innan Garðabæjar.  Hægt er að skoða fjölbreyttar sýningar í Hönnunarsafni Íslands, heimsækja burstabæinn Krók á sunnudaginn og fara í sund og njóta útivistar.   

  • Búrfellsgjá
    Göngustígur um Búrfellsgjá

Þeir sem ætla ekki að leggja land undir fót um verslunarmannahelgina geta fundið sér heilmargt að gera innan Garðabæjar.  

Fjölbreyttar sýningar í Hönnunarsafni Íslands

Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg er hægt að skoða sýningarnar ,,Hönnunarsafnið sem heimili", ,,Heimurinn heima" , og skoða verkefnavinnu Nínu Gautadóttur textílhönnuðar sem er í vinnustofudvöl í Hönnunarsafninu. 
Um verslunarmannahelgina er safnið opið á laugardag og sunnudag frá 12-17 en lokað á mánudag.

Krókur á Garðaholti

Burstabærinn Krókur á Garðaholti er opinn sunnudaginn 6. ágúst frá kl. 11:30-15:30 og aðgangur ókeypis. Samstarfið við Sumarmessur í Garðakirkju heldur áfram og spennandi viðburðir og messukaffi í hlöðunni á hverjum sunnudegi í sumar.  Sjá nánar um Krók hér. 

Sundlaugar Garðabæjar

Í Garðabæ eru tvær almenningssundlaugar, Ásgarðslaug í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, og Álftaneslaug í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi við Breiðumýri.  Börn 17 ára og yngri fá ókeypis aðgang í sundlaugar Garðabæjar.  Um verslunarmannahelgina er opið í sund á eftirfarandi tímum:

  Ásgarðslaug   Álftaneslaug
 Föstudagur 4. ágúst  06:30-22:00  06:30-21:00
 Laugardagur 5. ágúst  08:00-18:00  09:00-18:00
 Sunnudagur 6. ágúst  08:00-18:00  09:00-18:00
 Mánudagur 7. ágúst  06:30-22:00  06:30-21:00

Gönguleiðir í Garðabæ

Í Garðabæ eru margar skemmtilegar gönguleiðir bæði í þéttbýli sem og utan.

Hér á vef Garðabæjar er búið að taka saman nokkrar hugmyndir um áhugaverðar gönguleiðir.

Hér má líka nálgast ýmis kort af bænum og hlekk í kortavef Garðabæjar þar sem hægt er að mæla út gönguleiðir.

Undanfarin ár hafa Garðabær og Wapp (Walking app) verið í samstarfi um birtingu gönguleiða eða svokallaðra söguleiða auk hreyfileiða, þ.e. hjóla- og hlaupaleiða, í Garðabæ í leiðsagnarappinu Wappinu. Sjá nánar hér.