Útivera, sund og menning um verslunarmannahelgina
Þeir sem ætla ekki að leggja land undir fót um verslunarmannahelgina geta fundið sér heilmargt að gera innan Garðabæjar. Hægt er að skoða fjölbreyttar sýningar í Hönnunarsafni Íslands, heimsækja burstabæinn Krók á sunnudaginn og fara í sund og njóta útivistar.
-
Göngustígur um Búrfellsgjá
Þeir sem ætla ekki að leggja land undir fót um verslunarmannahelgina geta fundið sér heilmargt að gera innan Garðabæjar.
Fjölbreyttar sýningar í Hönnunarsafni Íslands
Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg er hægt að skoða sýningarnar ,,Hönnunarsafnið sem heimili", ,,Heimurinn heima" , og skoða verkefnavinnu Nínu Gautadóttur textílhönnuðar sem er í vinnustofudvöl í Hönnunarsafninu.
Um verslunarmannahelgina er safnið opið á laugardag og sunnudag frá 12-17 en lokað á mánudag.
Krókur á Garðaholti
Burstabærinn Krókur á Garðaholti er opinn sunnudaginn 6. ágúst frá kl. 11:30-15:30 og aðgangur ókeypis. Samstarfið við Sumarmessur í Garðakirkju heldur áfram og spennandi viðburðir og messukaffi í hlöðunni á hverjum sunnudegi í sumar. Sjá nánar um Krók hér.
Sundlaugar Garðabæjar
Í Garðabæ eru tvær almenningssundlaugar, Ásgarðslaug í íþróttamiðstöðinni Ásgarði, og Álftaneslaug í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi við Breiðumýri. Börn 17 ára og yngri fá ókeypis aðgang í sundlaugar Garðabæjar. Um verslunarmannahelgina er opið í sund á eftirfarandi tímum:
Ásgarðslaug | Álftaneslaug | |
---|---|---|
Föstudagur 4. ágúst | 06:30-22:00 | 06:30-21:00 |
Laugardagur 5. ágúst | 08:00-18:00 | 09:00-18:00 |
Sunnudagur 6. ágúst | 08:00-18:00 | 09:00-18:00 |
Mánudagur 7. ágúst | 06:30-22:00 | 06:30-21:00 |
Gönguleiðir í Garðabæ
Í Garðabæ eru margar skemmtilegar gönguleiðir bæði í þéttbýli sem og utan.
Hér á vef Garðabæjar er búið að taka saman nokkrar hugmyndir um áhugaverðar gönguleiðir.
Undanfarin ár hafa Garðabær og Wapp (Walking app) verið í samstarfi um birtingu gönguleiða eða svokallaðra söguleiða auk hreyfileiða, þ.e. hjóla- og hlaupaleiða, í Garðabæ í leiðsagnarappinu Wappinu. Sjá nánar hér.